Sérfræðingur í hagdeild
Sýn leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í öfluga deild sem ábyrg er fyrir fjárhagsgreiningum, áætlunargerð og skýrslugjöf til stjórnenda. Viðkomandi mun vinna þvert á deildir við fjárhagsgreiningar og taka þátt í spennandi breytingavegferð. Ef þú ert vel tæknilæs, með mikinn áhuga á greiningum og ert lausnamiðaður starfsmaður þá hvetjum við þig til að sækja um starfið.
Helstu verkefni:
- Greining á mánaðarlegum uppgjörum og skýrslugjöf til stjórnenda
- Almenn greining fjárhagsupplýsinga
- Aðstoð við áætlanagerð rekstrareininga
- Upplýsingagjöf og stuðningur við stjórnendur
- Fjárfestakynningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegt
- Þekking á gerð skýrslna og greininga í Power BI góður kostur
- Þekking/reynsla í SQL, Python eða R kostur
- Reynsla af áætlanagerð kostur
- Sterk rökhugsun og greiningarfærni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, drifkraftur og skipulögð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Elvar Örn Guðmundsson deildarstjóri hagdeildar, elvarog@vodafone.is og Kolbrún S. Hjartardóttir, mannauðsráðgjafi, kolbrunsh@syn.is
Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um í gegnum ráðningavefinn okkar.
Hvað höfum við að bjóða þér?
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
- Árlegan heilsustyrk
- Árlegan símtækjastyrk
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvænan ferðamáta til og frá vinnu
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Hver erum við?
Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport, Já, Bland og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.