Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Sérfræðingur í stafrænum lausnum
Við leitum að framsýnum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að sinna þróun og rekstri verkefna á sviði stafrænna lausna fyrir fjármálasvið Vegagerðarinnar.
Viðkomandi vinnur einnig að þróun og rekstri verkefna tengdum stafrænum lausnum sem nýtast í rekstrartengdum verkefnum þvert á Vegagerðina og tekur þátt í að móta framtíðarsýn hvað stafrænar lausnir varðar. Mikilvæg hæfni er að geta leiðbeint öðrum sérfræðingum og stjórnendum um stafrænar lausnir í rekstrartengdum verkefnum. Starfið er í stöðugri þróun þar sem mikil tækifæri gefast til nýsköpunar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í gagnavinnslu og greiningum á rekstrargögnum sem nýtast við ákvarðanatöku og stefnumótun
- Þátttaka í þróun og rekstri vöruhúss gagna
- Vinna við uppsetningu og þróun mælaborða og skýrslna í Power BI
- Skýrslugerð og miðlun gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólanám á sviði tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegum verkefnum kostur
- Reynsla í C#, .Net, React og SQL er kostur
- Áhugi og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni
- Skipulagshæfni, drifkraftur og sjálfstæði í starfi
- Góð reynsla af teymisvinnu og jákvætt viðmót
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Hugbúnaðarþróun
Festi
Full Stack / Back-End / AWS DevOp
Parka Lausnir ehf.
Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Garðabær
Náttúruvársérfræðingur
Veðurstofa Íslands
Veðurfræðingur
Veðurstofa Íslands
Sérfræðingur í umbótaverkefnum
Rio Tinto á Íslandi
Project & Structure Engineer
Icelandair
Verkefnastjóri endurbótaverkefna á Norðurlandi
Landsvirkjun
Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Íslandsbanki
Gagnaarkitekt
Hagstofa Íslands
Sumarstarf 2025 | Summer Job 2025
Embla Medical | Össur
Umhverfis- og framkvæmdasvið – Verkefnastjóri skipulagsmála
Reykjanesbær