Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur í stafrænum lausnum

Við leitum að framsýnum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að sinna þróun og rekstri verkefna á sviði stafrænna lausna fyrir fjármálasvið Vegagerðarinnar.

Viðkomandi vinnur einnig að þróun og rekstri verkefna tengdum stafrænum lausnum sem nýtast í rekstrartengdum verkefnum þvert á Vegagerðina og tekur þátt í að móta framtíðarsýn hvað stafrænar lausnir varðar. Mikilvæg hæfni er að geta leiðbeint öðrum sérfræðingum og stjórnendum um stafrænar lausnir í rekstrartengdum verkefnum. Starfið er í stöðugri þróun þar sem mikil tækifæri gefast til nýsköpunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í gagnavinnslu og greiningum á rekstrargögnum sem nýtast við ákvarðanatöku og stefnumótun 
  • Þátttaka í þróun og rekstri vöruhúss gagna 
  • Vinna við uppsetningu og þróun mælaborða og skýrslna í Power BI 
  • Skýrslugerð og miðlun gagna 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám á sviði tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum kostur 
  • Reynsla í C#, .Net, React og SQL er kostur 
  • Áhugi og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni 
  • Skipulagshæfni, drifkraftur og sjálfstæði í starfi 
  • Góð reynsla af teymisvinnu og jákvætt viðmót  
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli  
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar