Sýn
Sýn
Sýn

Söluráðgjafi á sölusviði

Ert þú hress, jákvæð og sannfærandi sölumaskína? Þá erum við með starf fyrir þig! Söluver Vodafone og Stöðvar 2 er í stórsókn og leitar að öflugu fólki til að slást í hópinn! Starfið felst í að selja heildarvöruframboð fyrirtækisins til heimila, bæði fjarskiptaþjónustu frá Vodafone sem og sjónvarspáskriftir Stöðvar 2 og annarra tengdra vörumerkja.

Um er að ræða fullt starf til framtíðar á frábærum vinnustað.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Mikill áhugi að ná árangri í starfi
  • Rík þjónustulund
  • Keppnisskap
  • Áhugi á tækni og nýjungum
  • Góð íslenskukunnátta nauðsynleg
  • Góð ensku- og tölvukunnátta

Hvað höfum við að bjóða þér?

  • Frábæra vinnufélaga
  • Framúrskarandi vinnuaðstöðu
  • Spennandi verkefni
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
  • Mötuneyti á heimsmælikvarða
  • Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
  • Árlegan heilsustyrk
  • Árlegan símtækjastyrk
  • Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
  • Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu

Umsóknarfrestur er til 12.janúar nk. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbrún S. Hjartardóttir, mannauðsráðgjafi, kolbrunsh@syn.is og Vilhjálmur Theodór Jónsson, forstöðumaður Sölusviðs vilhjalmurtj@vodafone.is.

Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningarvefinn okkar.

Hver erum við?

Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport, Já.is, Bland og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti í síma
Starfsgreinar
Starfsmerkingar