Sölumaður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport
Ert þú snillingur með reynslu í samskiptum, finnst gaman að ná árangri og vinnur vel undir pressu? Þá gætum við verið að leita að þér!
Við leitum að aðila sem finnst gaman að ná árangri, með framúrskarandi þjónustulund og vinnur vel undir pressu.
Dagleg störf eru sala á auglýsingum, samskipti við viðskiptavini í síma og á fundum, fagleg markaðsráðgjöf auk annarra verkefna.
Auglýsingadeild Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er ein sú öflugasta á landinu. Þar starfar samheldin hópur fagfólks við að koma mikilvægum skilaboðum til landsmanna í gegnum okkar fjölmörgu miðla.
Helstu verkefni:
- Sala auglýsinga
- Sala á kostunum, vöruinnsetningum og viðburðum
- Samskipti við viðskiptavini
- Uppsetning birtingaplana
- Markaðsráðgjöf til fyrirtækja
Hæfniskröfur
- Reynsla í sölu, reynsla í sölu í fjölmiðlum kostur
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Dugnaður og drifkraftur
- Geta til að koma fram og halda kynningar
- Frumkvæði og hugmyndaauðgi
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 2.janúar 2025. Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, deildarstjóri auglýsingadeildar, kolbrunr@stod2.is.
Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningavefinn okkar.
Hvað höfum við að bjóða þér?
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
- Árlegan heilsustyrk
- Árlegan símtækjastyrk
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvænan ferðamáta til og frá vinnu
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Hver erum við?
Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport, Já, Bland og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.