Hreyfing
Hreyfing er staðsett í Glæsibæ og þar er boðið upp á allt það besta sem völ er á á líkamsræktarstöðvum í dag.
Í Hreyfingu er boðið upp á mikið af spennandi nýjungum sem tengjast almennri líkamsrækt og vellíðan. Þar er boðið upp á allt það nýjasta og besta hverju sinni í líkamsrækt ásamt fyrsta flokks snyrti-, nudd og spa meðferðum. Hreyfing er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig þegar kemur að heilsurækt.
Gildi Hreyfingar eru:
Fagleg stendur fyrir það að við höfum metnað til að veita þjónustu af gæðum sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Við hvetjum hvert annað til að viðhalda yfirburðaþekkingu á okkar sviði til eflingar hópsins og hagsbóta fyrir viðskiptavini.
Hrein þýðir að við leggjum kapp á snyrtimennsku í öllu okkar starfi og það sést á húsnæði okkar og aðstöðu en jafnframt að við erum hrein og bein í framkomu við hvert annað og við viðskiptavini.
Notaleg dvöl í okkar stöð er okkur kappsmál og með persónulegu viðmóti, virðingu og hlýju í samskiptum náum við að búa til umhverfi sem viðskiptavinir kunna að meta og vinnustað þar sem besta fagfólkið vill starfa.
Metnaðarfullur móttökusnillingur
Ert þú metnaðarfullur og drífandi dugnaðarforkur?
Í boði er hlutastarf í móttöku Hreyfingar og móttöku Hreyfing Spa.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi sölu og þjónustu hæfileikum. Vera góður í mannlegum samskiptum, metnaðarfullur og drífandi.
Um er að ræða vaktavinnu.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Kjörið fyrir þá sem vilja vinna í jákvæðu, heilsusamlegu og líflegu vinnuumhverfi.
Hreyfing er metnaðarfullur og líflegur vinnustaður og við leitum að öflugu fólki sem býr yfir eftirfarandi eiginleikum:
- Þykir gaman að umgangast fólk og veita framúrskarandi þjónustu með bros á vör
- Horfir jákvætt á hlutina og er lausnamiðað
- Er stundvís, traustur og áreiðanlegur starfsmaður
Reykleysi er skilyrði.
Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ár.
Fríðindi í starfi
Ýmis fríðindi
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur19. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniMetnaðurReyklausSamviskusemiSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Hlutastarfsmaður í Augað gleraugnaverslun
Augað gleraugnaverslun
Starfsmaður í íþróttahús
Breiðablik
Starf í Farmasíu apóteki
Farmasía
Sölumaður óskast
Rafstilling Reki ehf.
Hraunvallaskóli - mötuneyti
Skólamatur
Volcano Express leitar að starfsfólki / We are hiring!
Volcano Express
Volcano Express leitar að Sýningarstjóra / Ride Operator
Volcano Express
Leikskólinn Hörðuvellir - mötuneyti
Skólamatur
Þjónustufulltrúi í fullt starf
Verifone á Íslandi ehf.
Við leitum að starfsfólki í dagvinnu á virkum dögum
Nings
Við leitum að vaktstjóra!
Nings
Starfsmaður í afgreiðslu - Garðs apótek
Garðs Apótek