Listhneigður sölumaður
Leitað er eftir starfsmanni með ríka þjónustulund á fjölbreyttan og áhugaverðan vinnustað í fjölbreytt verkefni. Starfmaðurinn þarf að hafa góða tölvufærni, brennandi áhuga á íslenskri myndlist, þægilega nærveru og geta prílað í stigum en umfram allt verið afburða þjónustulundaður sölumaður. Viðkomandi þarf að geta unnið af og til um helgar en daglegur vinnutími er frá 12-18 virka daga.
Móttaka, afgreiðsla og sala
Svara erindum og fyrirspurnum
Almenn verslunarstörf og framsetning listaverka
Upphengi listaverka
Aðstoð við undirbúning uppboða
· Þekking og áhugi á íslenskri myndlist
· Menntun sem nýtist í starfi
· Góð íslensku- og enskukunnátta
· Góð tölvufærni
· Þjónustulund, frumkvæði og metnaður
· Reynsla af sölu- eða verslunarstörfum er kostur