Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna verkefnastjórn stórra verka í nýbyggingu og viðhaldi samgöngumannvirkja á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Garðabæ.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf verkefnastjóra á framkvæmdadeild felst í stjórnun viðhalds- og nýframkvæmda þ.m.t. gerð áætlana, útboðs- og verklýsinga, fjárhagslegt og tæknilegt eftirlit, uppgjör verka og gerð skilamata. Verkefnastjóri vinnur að gæða- og umbótastarfi innan deildarinnar í samráði við forstöðumann.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi. 
  • Meistarapróf æskilegt
  • Marktæk reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af verkefnastjórnun stærri verkefna æskileg
  • Reynsla af umbóta- og gæðamálum æskileg
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
  • Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni.
  • Góð öryggisvitund
Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur15. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar