Fjármálasérfræðingur
Fjármálasérfræðingur óskast í krefjandi, spennandi og fjölbreytt verkefni hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið starfsins er stuðningur við fjármálateymi við gerð fjárhags- og rekstraráætlana, fjárfestingar, uppgjör og rekstrareftirlit ásamt stefnumótun er varðar rekstur sviðsins. Sem fjármálasérfræðingur styður þú við stjórnendur og starfsfólk sviðsins með rekstraruppgjör og greiningar.
- Vinna að rekstrareftirliti og greiningum á uppgjörum og rekstri
- Vinna við fjárhags- og fjárfestingaráætlun Þjónustu- og nýsköpunarsviðs
- Hafa umsjón með reikningagerð og innheimtu
- Sjá um samþykkt reikninga
- Taka þátt í stefnumótun í fjárhagsáætlanagerð
- Taka þátt í þróun, nýsköpun og stefnumótun í áætlanagerð og nýtingu upplýsingatækni við greiningar og sjálfvirka skýrslugerð
- Vinna að gjaldskrá og útkomuspám
- Þróa lykiltölugreiningar og stjórnendaupplýsingar
- Afla fjárhags- og rekstrarupplýsinga fyrir fagráð
- Þátttaka í starfshópum og öðru þverfaglegu starfi á sviðinu
- Hafa eftirlit með fjárfestingarsjóðum sviðsins og greining á notkun þeirra
- Veita stjórnendum ráðgjöf um fjármál og rekstur
- Sinna fræðslu til stjórnenda um fjárhags- og rekstrarleg málefni
- Sinna öðrum tilfallandi verkefnum fjármálaþjónustu
- Háskólagráða í viðskiptafræði eða hagfræði með áherslu á fjármál eða endurskoðun, tölfræði, uppgjör eða líkanagerð.
- Reynsla af vinnu við uppgjör, áætlanagerð og stjórnun verkefna
- Reynsla af líkanagerð, tölfræðispám eða sviðsmyndagerð er æskileg
- Framúrskarandi færni í töflureiknum og greiningartækjum
- Þekking og reynsla á Agresso eða sambærilegum fjármálakerfum sem og af málaskrárkerfum er kostur
- Hæfni í greiningu flókinna viðfangsefna, tölulegra upplýsinga og miðlunar gagna
- Lagni og nákvæmni við framsetningu fjárhagsupplýsinga
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Þekking og/eða reynsla af fjármálaumhverfi sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu er kostur
- Þekking og/eða reynsla af vinnu við eigna- og fjárfestingarsjóði er kostur
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Hæfni til að tileinka sér þekkingu á starfsemi og verkefnum sviðsins
- Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2025. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Björk Hermannsdóttir fjármálastjóri í gegnum tölvupóstfangið Maria.Bjork.Hermannsdottir@reykjavik.is
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
- Starfsferilsskrá
- Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið
Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild, traust og virðing einkennir skemmtilega og skapandi menningu. Við leggjum mikið upp úr faglegu umhverfi þar sem frumkvæði og þori er fagnað. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf borgarbúa og starfsfólks borgarinnar.
Við bjóðum upp á:
- Fyrsta flokks vinnustað
- Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
- Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
- Krefjandi og skemmtileg verkefni
- Öfluga nýliðamóttöku
- Sálrænt öryggi og skapandi menningu
- Góða liðsheild og góð samskipti
- Samkennd og virðing
- Þekkingarumhverfi
- Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
- Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
- Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Heilsueflandi vinnustað
- Gott vinnuumhverfi
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Sveigjanleika á vinnutíma
- Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
- Frábært mötuneyti og ávextir á kaffistofu
- Heilsu - og samgöngustyrk
- Sundkort
- Menningakort