Vestfjarðastofa
Vestfjarðastofa

Verkefnastjóri farsældar á Vestfjörðum

Hefur þú brennandi áhuga á samstarfi, farsæld barna og þróun Vestfjarða? Ert þú framsækinn, drífandi og öflugur í teymisvinnu? Vestfjarðastofa leitar að verkefnastjóra sem er jákvæður, skipulagður og á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila.

Vestfjarðastofa auglýsir nýtt starf verkefnastjóra farsældar á Vestfjörðum. Verkefnið er samstarf Vestfjarðastofu og mennta- og barnamálaráðuneytisins og ráðið er tímabundið til tveggja ára.

Verkefnið nær yfir allt starfsvæði Vestfjarðastofu og verkefnastjóri mun vinna með hagaðilum um alla Vestfirði og starfið krefst viðveru á öllum starfsstöðvum Vestfjarðastofu. Búseta á Vestfjörðum er skilyrði og verkefnastjóri þarf að hafa bílpróf.

Markmið verkefnisins eru að samhæfa farsældarþjónustu í sveitarfélögunum á Vestfjörðum og koma á fót svæðisbundnu farsældarráði í landshlutanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • að eiga virkt samráð við sveitarfélög og þjónustuveitendur farsældar á Vestfjörðum
  • að móta verkferla og verkáætlun í málefnum farsældar.
  • Hafa umsjón með svæðisbundnu farsældarráði og annast umsýslu fyrir ráðið
  • Yfirsýn og kortlagning á þjónustu við börn og ungmenni
  • samskipti við samhæfingarteymi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu
  • að taka þátt í mótun tengslanets farsældarmála milli landshlutasamtaka sveitarfélaga.
  • tengiliður Vestfjarðastofu við forvarnarverkefnið „Öruggari Vestfirðir“
  • Samskipti við hagaðila og stofnanir
  • Þverfagleg teymisvinna og önnur tengd og tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtast í starfi í samræmi við verkefnislýsingu
  • Mikil hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Starfsreynsla á sviði félags-, skóla- og/eða barnaþjónustu er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórn æskileg
  • Þekking á samfélagi Vestfjarða er kostur
  • Mjög góð færni í íslensku
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Búseta á Vestfjörðum og bílpróf
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Aðalstræti 53, 450 Patreksfjörður
Suðurgata 12, 400 Ísafjörður
Hnyðja, Hólmavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar