Verkefnastjóri í stafrænni þróun á upplýsingatæknisviði
Hefur þú áhuga á að vinna í framsæknu tækniumhverfi með öflugu starfsfólki þar sem lögð er áhersla á framþróun og nýsmíði? Þá gætir þú átt heima á sviði upplýsingatækni hjá Tryggingastofnun (TR). Við erum að leita að verkefnastjóra sem er drífandi, með sterkan tæknilegan bakgrunn og sýnir frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum.
TR vinnur að þróun nýrra hugbúnaðarlausna og eru verkefnin því fjölbreytt og krefjandi en megináhersla þeirra er frekari stafræn þróun, skýjalausnir og sjálfvirknivæðing við afgreiðslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
-
erkefnastjórn verkefna í stafrænni þróun
-
Frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum
-
Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
-
Samskipti þvert á stofnunina, við ytri aðila og birgja
-
Vinna með stjórnendum við að tryggja framgang verkefna
-
Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða háskólapróf sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur
-
Reynsla í verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna
-
Reynsla af Agile er kostur
-
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
-
Greiningarhæfni og skipulagshæfileikar
-
Framúrskarandi samskiptahæfni
-
Góð kunnátta í íslensku og ensku