Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Verkefnalóðs

Ertu tilbúin/n að styðja við stærstu framkvæmdir raforkukerfisins?

Við hjá Landsneti leitum að öflugum verkefnalóðs til að ganga til liðs við okkar samhenta teymi sem stýrir stórum framkvæmdum í flutningskerfi Landsnets, allt frá undirbúningi, gegnum útboðshönnun til verksamninga og verklegrar framkvæmdar.

Um starfið

Í þessu hlutverki munt þú leiðbeina og styðja við verkefnastjórnun, ásamt því að leiða umbótavinnu henni tengdri. Þú munt einnig bera ábyrgð á framsetningu verkefna í verkefnastjórnunarkerfum, fylgja eftir áætlunum og áhættugreiningum og tryggja uppgjör og lúkningu verkefna. Við leggjum mikla áherslu á faglega verkefnastjórnun og býður starfið upp á fjölbreytt verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi; nám í verkefnastjórnun er kostur.
  • Hefur þekkingu og/eða reynslu af verkefnastjórnun.
  • Býr yfir góðri tölvu- og hugbúnaðarfærni.
  • Hefur framúrskarandi samskiptafærni, skipulagshæfileika og umbótahugsun.
  • Sýnir frumkvæði, metnað og sjálfstæði í starfi.
  • Hefur jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
Fríðindi í starfi
  • Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og svo margt fleira.
  • Stöðuga þjálfun og fræðslu til starfsþróunar.
  • Tækifæri til að vinna við verkefni sem skipta máli fyrir samfélagið!
Auglýsing birt20. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar