Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á umsjónardeild Suðursvæðis. Suðursvæði Vegagerðarinnar nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að botni Hvalfjarðar og upp á miðhálendi. Svæðismiðstöð Suðursvæðis er á Selfossi en sérfræðingur getur einnig haft starfsstöð í Garðabæ.
Umsjónardeild hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdum á Suðursvæði. Í samráði við mannvirkjasvið sinnir umsjónardeild nýbyggingum og viðhaldi bundinna slitlaga, styrkingum og endurbótum vega, ásamt efnisvinnslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við áætlanir og undirbúning framkvæmda í nýframkvæmdum og viðhaldi
- Hafa umsjón/eftirlit með framkvæmdum bæði tæknilega og fjárhagslegu uppgjöri
- Vinna við undirbúning verka, halda utan um magnuppgjör, áætlanagerð, kostnaðareftirlit, gæðaeftirlit og útboðslýsingar
- Sjá um verkfundi og skráningar í gagnabanka að loknum framkvæmdum
- Önnur verkefni, sem falla undir starfsvið umsjónardeildar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af nýframkvæmdum og viðhaldi vegamannvirkja æskileg
- Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
- Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni.
- Góð öryggisvitund
Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Breiðamýri 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur Flugvallarþjónustu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Tjónafulltrúi ferðatjóna
Vörður tryggingar
Söludrifinn starfsmaður óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf
Sérfræðingur í þjónustu hjá InfoMentor
Geko
Eignaumsýslusvið - Verkefnastjóri viðhalds og verkframkvæmda
Reykjanesbær
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Akademísk staða í raforkuverkfræði
Háskólinn í Reykjavík
Bókari 100% starf - framtíðarstarf
Epal hf.
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis
Bílaspítalinn ehf
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma ehf.
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð