Coripharma ehf.
Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í Hafnarfirði sem þróar og framleiðir samheitalyf fyrir önnur lyfjafyrirtæki á erlendum mörkuðum.
Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það vaxið hratt og undirbýr nú útflutning á tugum lyfja. Í dag starfa um 190 manns hjá Coripharma. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma óskar eftir að ráða metnaðarfullan og reynslumikinn stjórnanda í stöðu deildarstjóra gæðatrygginga- og gæðaeftirlitsdeildar. Deildin er ein af tveimur deildum á Gæðasviði fyrirtækisins og þar starfa nú 14 manns. Við leitum að skipulögðum og drífandi einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika, jákvætt hugarfar og öflugan leiðtogastíl.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun deildarinnar í takt við sett markmið
- Ráðningar og þjálfun nýrra starfsmanna
- Gerð árlegrar fjárhagsáætlunar fyrir deildina
- Samþykkt reikninga og launa
- Stöðugar umbætur á gæðastjórnunarkerfinu (QMS) í samræmi við kröfur reglugerða
- Hafa yfirumsjón með ferlum, þar með talið losun á markað, breytingum, frávikum, kvörtunum og úrbótum (CAPA)
- Þátttaka í innri og ytri úttektum og eftirfylgni þeirra
- Þáttaka í frávika- og gæðaráði fyrirtækisins
- Samstarf þvert á deildir innan fyrirtækisins
- Fylgjast með reglugerðaruppfærslum og tryggja tímanlega innleiðingu breytinga sem hafa áhrif á gæðakerfi eða ferla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða í lyfjafræði, verkfræði eða raunvísindum eða góð stjórnunarreynsla frá sambærilegum iðnaði
- Víðtæk reynsla í framleiðsluiðnaði (GMP), gæðaferlum og gæðakerfum. Reynsla af gæðakerfum lyfjafyrirtækja er kostur
- Reynsla af stjórnun
- Skipulagshæfileikar, nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta í rituðu og töluðu máli
- Góð tölvukunnátta
Auglýsing birt21. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
FramúrskarandiNauðsyn
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSkipulagTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Deildarstjóri framkvæmda og rekstrar á HVest Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála
Reykjanesbær
Rannsóknarkjarni Landspítala - blóðsýnataka
Landspítali
Stoð leitar að Viðskiptastjóra í Hjálpartækjadeild
Stoð
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.
Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Mörk - Laus störf við umönnun
Mörk hjúkrunarheimili
Head of Unit Grants Management System/FMO
Financial Mechanism Office (FMO)
EHS Specialist
Alvotech hf
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð