Örugg verkfræðistofa ehf
ÖRUGG verkfræðistofa leggur áherslu á að fá til liðs við sig starfsfólk sem er drífandi, lausnamiðað, jákvætt og metnaðarfullt. ÖRUGG skarar fram úr á sínu sviði og það viljum við að starfsfólk okkar geri einnig.
ÖRUGG leggur áherslu á að skapa áhugavert og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Starfsfólk hefur möguleika á að móta starfið í samræmi við óskir sínar og þarfir.
Við bjóðum einnig upp á fjölskylduvænt og sveigjanlegt starfsumhverfi, þar sem stutt er í alla þjónustu og heilsueflingu. Hjá ÖRUGG er öflugt félag starfsfólks sem stendur fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum á hverju ári, við allra hæfi.
ÖRUGG verkfræðistofa er sérhæfð í brunahönnun, öryggishönnun, áhættugreiningum, öryggis- og umhverfisstjórnun, vinnuvernd, BIM, viðbragðsmálum og vindgreiningum.
Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með víðtæka reynslu og þekkingu.
Ráðgjafi í vinnuvernd
ÖRUGG verkfræðistofa leitar að drífandi einstaklingi til að taka þátt í uppbyggingu ráðgjafamála í vinnuvernd. Við leitum að lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi mannlegum samskiptahæfileikum, aðlögunarhæfni og sem er tilbúinn til að þróast í starfi á sviðum nýrra tækifæra og áskorana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áhættumöt starfa og vinnustaða ásamt innleiðingu forvarna
- Gerð öryggis- og heilbrigðisáætlana
- Vinnustaðaúttektir og framkvæmdareftirlit í sambandi við stjórnun Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála (ÖHU) á verkstöðum
- Önnur verkefni sem tengjast heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfum skv. ISO 45001
- Öryggi í hönnun mannvirkja og framkvæmdum
- Þjálfun á sviði ÖHU á verk- og vinnustöðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hæfniskröfur sem við leitumst eftir eru menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði sem nýtist í þessu starfi ásamt miklum áhuga á ÖHU.
- Að lágmarki 2 ára starfsreynsla á sérsviði menntunar og/eða mannvirkjagerðar
- Reynsla og sértæk menntun á fagsviðum vinnuverndar, umhverfismála er mikill kostur.
- Góð færni í rituðu og töluðu máli, á íslensku og ensku er mikilvæg, sem og sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, vilji til að læra nýja hluti og þróast sem einstaklingur.
Fríðindi í starfi
- Möguleiki að vinna frá skrifstofu eða í fjarvinnu
- Læst hjólageymsla og sturtuaðstaða
- Öflugt starfsmannafélag
- Góð tækifæri til framþróunar í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Miklir möguleikar á öflun nýrrar þekkingar
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt21. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Software Engineer Intern
CCP Games
Verkefnastjóri
Blikkás ehf
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma ehf.
Verkefnastjóri framkvæmda
Landsnet hf.
Verkefnalóðs
Landsnet hf.
Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Heimar
Burðarþolshönnuður óskast
Hnit verkfræðistofa hf
Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra
Byggingarverk- eða tæknifræðingur
First Water
Viðskiptalausnir fyrirtækja - sérfræðingur
Landsbankinn