Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Forritari í upplýsingatækni

Hefur þú áhuga á að vinna í framsæknu tækniumhverfi með öflugu starfsfólki þar sem lögð er áhersla á framþróun og nýsmíði? Þá gætir þú átt heima á sviði upplýsingatækni hjá Tryggingastofnun (TR). Við erum að leita að forritara sem er drífandi og með sterkan tæknilegan bakgrunn og sýnir frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum.

TR vinnur að þróun nýrra hugbúnaðarlausna og eru verkefnin því fjölbreytt og krefjandi en megináhersla þeirra er frekari stafræn þróun, skýjalausnir og sjálfvirknivæðing við afgreiðslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framþróun og nýsmíði upplýsingakerfa

  • Frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum

  • Samskipti þvert á stofnunina, við ytri aðila og birgja

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða háskólapróf sem nýtist í starfi.

  • Þekking og/eða reynsla af TypeScript, React, .NET Core, C#, REST og PL/SQL

  • Reynsla af teymisvinnu, t.d. Agile/Scrum

  • Sjálfstæð vinnubrögð, góð samskiptahæfni, metnaður og greiningarhæfni

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku

Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur3. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar