DevOps Engineer
Ert þú skipulagður, öflugur og drífandi einstaklingur með reynslu af kerfisstjórnun og brennandi áhuga á DevOps, sjálfvirknivæðingu í uppsetningum og rekstri í Azure skýjalausninni frá Microsoft?
Þá erum við hjá Five Degrees að leita að þér til að til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem snúa að sjálfvirknivæðingu afhendinga og uppsetninga á okkar hugbúnaði, viðhalda og þróa sjálfvirk þróunarferli í Azure ásamt uppsetningu og rekstri SaaS umhverfa.
Við nýtum okkur fyrst og fremst Microsoft tækni, svo sem Azure, .net, C# og SQL Server, og erum stöðugt að leita nýrra leiða til að gera hlutina betur. Þar vonumst við til að þú getir orðið okkur að liði.
Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegri grein, vera tilbúin til að læra og hafa áhuga á að vinna í þeirri tækni sem við notum ásamt því að hafa starfsreynslu sem DevOps í að sjálfvirknivæða afhendingar og uppsetningar hugbúnaðar, gjarnan í Azure.
Five Degrees á Íslandi
Five Degrees á Íslandi er leiðandi í gerð hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað og er hugbúnaðurinn okkar í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Hugbúnaðarlausnir Five Degrees einfalda alla umsýslu lána, verðbréfasafna, innlánsreikninga og greiðslusamninga.
Starfstöðvar á Íslandi eru tvær, í Kópavogi og á Akureyri. Á báðum stöðum er lagður mikill metnaður í gott starfsumhverfi og að verkefnin sem unnin eru séu bæði fjölbreytt og krefjandi.
Nánari upplýsingar: birna@fivedegrees.is
Tekið er á móti umsóknum í gegnum Alfreð.
- Létt snarl, kaffi og mötuneyti
- Íþróttastyrkur eða samgöngustyrkur
- Búningsaðstaða og sturtur
- Símastyrkur
- Sveigjanlegur vinnutími