Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Stapaskóli - Tölvuumsjónarmaður

Starfssvið: Tölvuumsjónarmaður Stapaskóla.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi tengdu upplýsingatækni og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur frá 2 aldri til 15 ára stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Ráðning er frá 1. Janúar 2025 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfistjórn skólans.
  • Sér um aðgang starfsfólks að innra neti skólans.
  • Umsjón með tölvu- og tækjakosti skólans.
  • Sér um uppsetningu á vél-, hug-, og jaðarbúnaði.
  • Fylgist með nýjungum í skólastarfi tengt upplýsingatækni og sækir námskeið og kynningarfundi sem tengjast starfinu.
  • Innkaup og ráðgjöf vegna tölvumála í samráði við skólastjóra.
  • Kennsla við skólann möguleg. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Starfsreynsla á sviði upplýsingatækni.
  • Góð þekking og reynsla við þróun og viðhald upplýsingakerfa.
  • Góð þekking á Microsoft Office og Office365 og leyfismálum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun. 
Auglýsing birt21. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalsbraut 11, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar