Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Gagnagæðasérfræðingur á Gagnasviði Hagstofunnar

Hagstofa Íslands leitar að nákvæmum og metnaðarfullum gagnagæðasérfræðing á Gagnasviði með áhuga á gagnagæðum. Í þessu starfi munt þú leggja grunn að traustum upplýsingum sem nýtast víða, þar á meðal í launatölfræði og kjarasamningsgerð. Þú munt taka þátt í að byggja upp gagnagæði í samvinnu við fjölbreytta gagnaveitendur svo sem fyrirtæki og stofnanir og staðla gögn til að uppfylla kröfur Hagstofunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Áhersla er lögð á samskipti við gagnaveitendur og innri aðila til að tryggja gagnagæði við úrvinnslu gagna. Starfið felur í sér flokkun, vinnslu og greiningu á gögnum. Sérstök áhersla er á stöðlun og sannprófun gagna til að byggja upp traustan grunn upplýsinga fyrir íslenskan vinnumarkað og fleiri svið. Fyrstu verkefni þín munu tengjast mánaðarlegri launarannsókn Hagstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi; þekking á vinnumarkaðs- og launamálum er kostur

  • Mikil greiningarhæfni og skipulagsfærni

  • Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni

  • Góð tölvukunnátta, sérstaklega í SQL eða öðrum greiningarforritum

  • Geta til að tileinka sér nýja þekkingu og ferla hratt

  • Reynsla af umsýslu og úrvinnslu gagna í gagnagrunnum er kostur

  • Þekking á launahugbúnaði eða kjarasamningsgerð er kostur

Fríðindi í starfi

Hvað býður Hagstofan upp á?

  • Krefjandi og spennandi verkefni

  • Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki

  • Skemmtilegt samstarfsfólk

  • Gott mötuneyti

  • Íþróttastyrk

  • Samgöngustyrk

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Styttingu vinnuvikunnar

  • Möguleika til fjarvinnu

  • Hjólageymslu og bílastæði

Auglýsing birt19. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar