Vefforritari
Overcast leitar að vefforritara í öflugt þróunarteymi fyrirtækisins.
Við erum öll sjálfstæð í vinnubrögðum og lærum hvert af öðru. Deilum hugmyndum og hjálpumst að við greiningu vandamála og lausn verkefna.
Meðal verkefna eru bakendaforritun í Python, framendaforritun í React og ef heppnin er með þér, VanillaJS, auk samskipta við viðskiptavini eftir þörfum.
Við erum að leita eftir nákvæmni í vinnubrögðum, slatta af þolinmæði, útsjónarsemi í stórum skömmtum og viljanum til að læra nýja hluti.
Það kann að vera að þú sért ekki með mikla reynslu, en bætir það upp með miklum vilja til að læra. Eða þú ert með mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt að borðinu til að kenna okkur. Hvort heldur sem er, þá viljum við heyra frá þér.
Sem vefforritari hjá okkur færðu tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni í forritun í Python og ReactJS. Þú vinnur með verkefnastjóra og öðrum hæfileikaríkum einstaklingum við lausnir á flóknum tæknilegum verkefnum, bæði sjálfstætt og í teymi.
- Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði eða 3 til 5 ára reynsla í vefhugbúnaðargerð
- Þekking á Python og ReactJS
- Reynsla af því að skrifa góðan og validated HTML / CSS / JS kóða
- 30 daga sumarfrí
- Sveigjanlegur vinnutími
- Framúrskarandir starfsumhverfi
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Drykkir og möns á „barnum“
- Heilsuræktarstyrkur