Íslensk erfðagreining
Íslensk erfðagreining leitar að góðu fólki sem hefur hæfileika og metnað til að leggja sitt á vogaskálarnar í þágu vísinda og hefur upp á að bjóða gott starfsumhverfi og mikla möguleika á starfsþróun.
Upplýsingatæknistjóri / Director of ITO
Íslensk erfðagreining leitar að einstaklingi með brennandi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu á upplýsingatæknirekstri. Upplýsingatæknistjóri heyrir undir framkvæmdastjóra upplýsinga tæknisviðs og vinnur náið með honum ásamt því að starfa þvert á svið félagsins. Ef þú ert frábær stjórnandi með öfluga verkefnastjórnunarhæfileika og getu til að efla gott teymi sérfræðinga þá gætum við verið að leita að þér. Starfið býður upp á fjölbreytt og spennandi verkefni sem hentar einstaklingi sem hefur frumkvæði og drifkraft að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur á upplýsingatæknikerfum félagsins
- Skipulag og stýring á verkefnum deildarinnar
- Áætlunargerð og eftirfylgni
- Mannauðsmál deildarinnar
- Samskipti og samningar við birgja og þjónustuaðila
- Innkaup á vél- og hugbúnaði
- Eftirlit með nýtingu á vél- og hugbúnaði
- Þátttaka í innri og ytri úttektum og endurskoðunum
- Þátttaka í framtíðarhögun upplýsingatæknimála í samræmi við markmið félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt
- Starfsreynsla í upplýsingatækni er skilyrði
- Framúrskarandi hæfni í verkefnastýringu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að byggja upp liðsheild
- Reynsla af samningagerð og samskiptum við birgja
- Drifkraftur, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðValkvætt
Íslenska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Sturlugata 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSamningagerðSkipulagVerkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)
Microsoft 365 og Azure Geimfarar
Atmos Cloud
Sérfræðingur í Azure skýjalausnum
Reiknistofa bankanna
Kerfisstjóri í notendaþjónustu - Reykjavík og Akureyri
Advania
IT Operations Coordinator
PLAY
Kerfisstjóri/sérfræðingur upplýsingatæknikerfa
Landhelgisgæsla Íslands
Forritari / Programmer
Careflux ehf.
Netsérfræðingur
Míla hf
Cardgames.io leitar að forritara
Rauðás Games ehf.
Vöru- og verkefnastjóri í heilbrigðistækni á þróunarsviði
Landspítali
Director of Software Delivery
Embla Medical | Össur
Netöryggi og kerfisstjórn
Stratus EEG