Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Director of Software Delivery

Please see our website for an English version.

Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?

Global IT teymi Embla Medical leitar að Director of Software Delivery til að leiða hugbúnaðarþróun fyrirtækisins.

Við leitum að manneskju sem hefur haldbæra reynslu af því að stuðla að umbótum og framþróun á ferlum í hugbúnaðarþróun, s.s. QA, sjálfvirknivæðingu, útgáfustjórnun og CI/CD. Viðkomandi þarf að brenna fyrir því að búa til skilvirk teymi sem leiða af sér hágæða afurðir og einnig hamingjusamt og afkastamikið starfsfólk. Manneskjan sem við leitum af elskar að skapa skýra framtíðarsýn en veit að leiðin að þeirri sýn er ekki alltaf auðveld og krefst bæði þrautseigju og tíma til að fá fólk með á vagninn.

Viðkomandi mun leiða teymi af reyndum leiðtogum í hugbúnaðarþróun, sem sjálf leiða sín eigin teymi af starfsfólki og verktökum. Hlutverkið heyrir undir VP of Global IT og verður hluti af samheldnum hópi stjórnenda í Global IT sem öll brenna fyrir tæknivegferð og framtíðarsýn Embla Medical.

Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnufyrirkomulag og umhverfi, með höfuðstöðvar í Reykjavík. Það má búast við einhverjum alþjóðlegum ferðalögum.

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Stýra hugbúnaðarþróunardeild Embla Medical 

  • Eignarhald á stöðu og framvindu verkefna, sem og hvernig starfsfólki er úthlutað í þau verkefni 

  • Kostnaðarstýring verkefna, og geta útskýrt hann fyrir hagsmunaraðilum    

  • Stuðla að sterkri samvinnu innan IT og við aðra hagsmunaaðila 

  • Taka þátt í að móta stefnu og tækniþróun sem Embla Medical þarf til að ná sínum framtíðarmarkmiðum, þ.m.t. markmið um stafræna vegferð 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði tölvunarfræði 
  • Að minnsta kosti 10 ára starfsreynsla innan hugbúnaðarþróunar eða tengdra starfa með reynslu af stjórnun 

  • Reynsla af bæði agile og waterfall vinnuaðferðum sem og nútímaþróunarferlum, s.s. CI/CD, DevOps og QA sjálfvirkni 

  • Reynsla af því að leiða fólk sem sjálft leiðir sín eigin teymi 

  • Gott viðskiptavit og reynsla af því að vinna náið með stjórnendum bæði innan og utan IT  

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og mjög góð enskukunnátta eru skilyrði   

  • Áhugi á stefnum og straumum í tækni og hugbúnaðarþróun í heiminum í dag  

  • Reynsla af því að halda utan um IT kostnað 

  • Reynsla af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi er æskileg 

Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar