Cardgames.io leitar að forritara
Við hjá Rauðás Games erum að leita að forritara til að bætast í hópinn.
Hefur þú brennandi áhuga á spilum og langar að vera hluti af litlum og skemmtilegum
hópi?
Í dag er helsta varan okkar spilasíðan Cardgames.io þar sem boðið er uppá 42
fjölbreytta leiki sem milljónir notenda á alþjóðlegum grundvelli spila reglulega.
Verkefnin framundan eru bæði þróun og viðhald á Cardgames.io en einnig að taka
þátt í vöruþróun á nýjum vörum sem eru framundan.
-
Þróun og viðhald á Cardgames.io og umliggjandi kerfum
-
Þróun á öðrum veflausnum eða vörum sem Rauðás rekur
-
Að taka þátt í hönnun og þróun á nýjum vörum
Umsækjandi skal hafa góða þekkingu á almennum tungumálum og verkferlum sem snúa að vefforritun, ellegar vera fær í að tileinka sér viðeigandi kunnáttu meðan starfi stendur.
-
Menntun í tölvunarfræði eða önnur sambærileg reynsla
-
Kunnátta og reynsla af verkferlum sem snúa að vefforritun
-
Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
-
Jákvæðni og framúrskarandi lipurð í samskiptum
-
Þjónustulund, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Rauðás Games nýtir sér eftirfarandi forritunarmál og þjónustur í daglegum störfum, og gerir kröfu um að umsækjendur séu vinnufærir í þeim.
-
Javascript + Jquery
-
HTML, CSS
-
Gulp.js
-
Socket.io
-
Amazon Web Services
-
Github
Ásamt aðalsíðunni Cardgames.io rekur Rauðás ýmsar þjónustur og kerfi sem styðja við síðuna.
-
Postgresql
-
Java (Android)
-
Swift (IOS)
-
C#
-
YAML
-
Github Workflows
Viðkomandi starfsmaður þarf að hafa lágmarki 3 ára reynslu á sviði forritunar og vera kunnugur flestum þeim forritunarmálum og kerfum sem við styðjumst við.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hjörvar Hermannsson, hjorvar@raudas.is