HS Orka
HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun með sérstakri áherslu á hringrás auðlindastrauma. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum.
Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum.
Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, sterka liðsheild og framsækni í svo við náum markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu.
Verkefnastjóri umhverfismála
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum verkefnastjóra umhverfismála í rekstri og framkvæmdum fyrirtækisins. Í starfinu verður þú eigandi ferlisins „Að vernda umhverfið“ og berð ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt bestu umhverfisviðmiðum á hverjum tíma í samræmi við starfsleyfi fyrirtækisins. Þú tilheyrir skemmtilega samfélagsteyminu okkar en vinnur þvert á öll svið fyrirtækisins, sérstaklega tæknisvið og rekstrarsvið.
Umsóknarfrestur er til og með 23. desember 2024.
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða framfaraverkefni í umhverfismálum
- Tryggja eftirfylgni við starfsleyfi orkuvera HS Orku
- Hafa eftirlit með umhverfismálum í rekstri og framkvæmdum
- Skilgreina og innleiða bestu viðmið í umhverfismálum
- Leiða úrgangsstjórnun
- Eiga samskipti við leyfisveitendur og aðra hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðn- eða háskólamenntun sem nýtist í starfi. Nám í umhverfisfræðum og/eða verkefnastjórnun er kostur
- Hafa þekkingu á og reynslu af umhverfismálum
- Vera fær í samskiptum og skipulagi
- Geta sýnt frumkvæði, þolinmæði, aga og sjálfstæði í starfi
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur23. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Orkubraut 3, 240 Grindavík
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðFrumkvæðiMetnaðurSamningagerðSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Harpa leitar að fjölhæfum verkefnastjóra á forstjórasvið
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Verkefnastjóri
Ebson
Verkefnastjóri í fræðslu og þróun
Mímir-símenntun
Verkefnastjóri á gæslusviði
Securitas
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Laxey
Nýheimar þekkingarsetur leitar að starfsmanni
Nýheimar Þekkingarsetur
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum
Advania
Verkefnastjóri aðfanga og útboða - Veitingaþjónusta
Landspítali
Verkefnastjóri birgða
Lyf og heilsa