Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
Verkefnastjóri í sálfræðideild, tímabundin staða
Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf verkefnastjóra á skrifstofu deildarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og samskipti við nemendur og starfsmenn deildar
- Umsjón og skipulag námsbrauta við deildina í samvinnu við forstöðumann
- Skráning námskeiða, kennara og kennslubóka
- Umsjón með efni á vef deildarinnar
- Umsjón með stundatöflugerð, umsóknarferli og gerð kennsluskrár
- Ýmis konar gagnaöflun
- Þátttaka í kynningu á náminu, t.d. á nýnemadögum og Háskóladeginum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnháskólapróf sem nýtist í starfi, sálfræðinám kostur
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Mikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta (bæði talað og ritað mál)
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
Auglýsing birt17. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Digital Product Manager
CCP Games
Verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga
UNICEF á Íslandi
Verkefnastjóri gæðamála
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Umsjónarmaður fasteigna
SÁÁ
Verkefnastjóri í fræðslu og þróun
Mímir-símenntun
Aðstoðarmaður stjórnenda á skrifstofu félagsráðgjafa og sálfræðinga
Landspítali
Verkefnastjóri umhverfismála
HS Orka
Nýheimar þekkingarsetur leitar að starfsmanni
Nýheimar Þekkingarsetur
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Verkefnastjóri birgða
Lyf og heilsa
Senior Producer
CCP Games