Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.
Verkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands.
Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk fjármálasviðs er að halda utan um reikningshald, fjárhagsáætlanir, innkaup og ferðaheimildir. Fjármálasvið starfar í náinni samvinnu við fræðasvið og stofnanir háskólans. Fjármálasvið er staðsett í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Verkefni fjármálasviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 þar sem m.a. er lögð áhersla á notendamiðaða þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með innkaupakerfi og kerfi fyrir rafrænar innkaupabeiðnir, viðhald stofnupplýsinga og þróun á notkun kerfanna
- Innkaupagreiningar
- Innleiðing og eftirfylgni nýrra lausna á sviði innkaupamála, þá sérstaklega rafrænar lausnir, t.d. með notkun ferla-og þarfagreininga
- Ráðgjöf og fræðsla í tengslum við tölvukerfi innkaupa- og ferðamála
- Aðkoma að ýmsum innkaupum með ráðgjöf, aðstoð eða umsjón kaupa
- Aðkoma að afgreiðslu ferðabeiðna og kaupum á fargjöldum
- Þátttaka í teymisvinnu og umbótaverkefnum á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, verkfræði eða öðru sambærilegu sviði
- Reynsla af innkaupum og greiningum er æskileg
- Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði. Reynsla af innleiðingu rafrænna lausna er kostur
- Kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Frumkvæði og sjálfstæði í störfum
- Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri gæðamála
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Verkefnastjóri
Ljósleiðarinn
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu
Háskóli Íslands
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Product Manager for flight systems and services
PLAY
Þróunar- og fræðslustjóri
Þjóðminjasafn Íslands
Starfsmaður Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri í fjárfestingadeild Vatnsmiðla
Veitur
Sérfræðingur á fjölskyldusviði Árborgar
Sveitarfélagið Árborg
Digital Product Manager
CCP Games