Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands.

Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk fjármálasviðs er að halda utan um reikningshald, fjárhagsáætlanir, innkaup og ferðaheimildir. Fjármálasvið starfar í náinni samvinnu við fræðasvið og stofnanir háskólans. Fjármálasvið er staðsett í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Verkefni fjármálasviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 þar sem m.a. er lögð áhersla á notendamiðaða þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með innkaupakerfi og kerfi fyrir rafrænar innkaupabeiðnir, viðhald stofnupplýsinga og þróun á notkun kerfanna
  • Innkaupagreiningar
  • Innleiðing og eftirfylgni nýrra lausna á sviði innkaupamála, þá sérstaklega rafrænar lausnir, t.d. með notkun ferla-og þarfagreininga
  • Ráðgjöf og fræðsla í tengslum við tölvukerfi innkaupa- og ferðamála
  • Aðkoma að ýmsum innkaupum með ráðgjöf, aðstoð eða umsjón kaupa
  • Aðkoma að afgreiðslu ferðabeiðna og kaupum á fargjöldum
  • Þátttaka í teymisvinnu og umbótaverkefnum á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, verkfræði eða öðru sambærilegu sviði
  • Reynsla af innkaupum og greiningum er æskileg
  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði. Reynsla af innleiðingu rafrænna lausna er kostur
  • Kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
  • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum
  • Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar