Spennandi starf í íbúðarkjarnanum Árlandi 10
Í íbúðarkjarnanum búa sex einstaklingar með þroskahömlun og skyldar raskanir, en þjónustan miðar að því að auka sjálfstæði, lífsgæði og hamingju íbúanna. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, en hlutverk stuðningsfulltrúa er að styðja og aðstoða íbúa við allar athafnir daglegs lífs. Í því felst að gera íbúum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs.
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Íslenskukunnátta B2 (samkvæmt evrópskum tungumálaramma)
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni undir leiðsögn fagfólks.
- Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Gerð er krafa um bílpróf.