

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Við óskum eftir ráðgjafa/ stuðningsfulltrúa til starfa á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma. Starfshlutfall er 60-100% og ráðið verður í starfið frá 1. mars 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og á meðferðareiningunni eru töluverðir möguleikar til starfsþróunar.
Undir meðferðareininguna heyra legudeild, göngudeild, vettvangsgeðteymi (Laufeyjarteymi), dagdeild og afeitrunardeild ólögráða ungmenna. Um er að ræða spennandi og gefandi starf þar sem unnið er í þverfaglegum teymum þvert á meðferðareininguna.
Meðferðareiningin þjónustar fólk með tvíþættan vanda, geðrænan vanda annars vegar og vímuefnavanda hins vegar á mismunandi þjónustustigum. Meðferðarnálgunin er fjölþætt, heildræn og ræðst af þörfum og getu hvers skjólstæðings og aðstandenda hans.
Á meðferðareiningunni eru fjölmörg tækifæri til vaxtar og mikiil samvinna er á milli allra deilda einingarinnar.
Íslenska
Enska




























































