

Geislafræðingar - Áhugaverð störf
Ertu hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni?
Við leitum eftir tveimur jákvæðum og metnaðarfullum geislafræðingum til starfa í okkar öfluga teymi á inngrips- og æðaþræðingardeild Landspítala.
Á Landspítalanum er rekin eina inngrips- og æðaþræðingardeild landsins sem sinnir öllum helstu inngripum og æðaþræðingum og rannsóknum þeim tengdum. Unnið er í góðri samvinnu við myndgreiningardeild, þar sem hluti inngripa fer fram, auk þess sem þar eru framkvæmdar rannsóknir til undirbúnings fyrir inngrip og æðaþræðingar.
Á deildinni vinnur þverfaglegur og samhentur hópur starfsfólks þétt saman að krefjandi verkefnum þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og öryggi sjúklinga, góðan starfsanda, virðingu gagnvart vinnustaðnum, skjólstæðingum og starfsfólki.
Unnið er í dagvinnu og gert er ráð fyrir að viðkomandi sinni bakvöktum eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Íslenska




























































