

Sumarstörf 2026 - Umönnun á Landakoti
Laus eru til umsóknar sumarstörf við umönnun á legudeildum Landakots, sem eru sjö talsins:
-
Brotaendurhæfingardeild L1
-
Sérhæfð endurhæfingardeild aldraðra K1
-
Almenn endurhæfingardeild aldraðra L2
-
Taugaendurhæfingardeild K2
-
Öldrunardeild L3
-
Legudeild minnisraskana L4
-
Líknardeild aldraðra L5
Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga.
Ef ósk er um tiltekna deild vinsamlegast tilgreinið í reitinn annað með stuttum rökstuðningi.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
- Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Tryggja öryggi sjúklinga
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Nám í heilbrigðis- eða umönnunartengdum greinum er kostur
- Áhugi á hjúkrun aldraðra eða reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Góð íslenskukunnátta
- Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri að lágmarki
Íslenska




























































