

Talmeinafræðingur
Talmeinafræðingur óskast til starfa hjá talmeinaþjónustu Landspítala. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi við greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna tal- og raddmeina, málstols og kyngingartregðu einstaklinga á öllum aldri. Möguleiki er á sérhæfingu innan fagsins.
Á deildinni starfar samhentur hópur talmeinafræðinga sem sinna fjölbreyttum og spennandi verkefnum víða um spítalann. Talmeinafræðingar á Landspítala starfa gjarnan í öflugum þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans.
Áhugasamir einstaklingar sem lokið hafa MS-prófi í talmeinafræði en eru án starfsleyfis hafa góðan möguleika á handleiðslu innan fagsins hér á Landspítala. Við hvetjum því öll sem hafa áhuga á starfinu um að sækja um.
Starfsstöð verður á Grensási en getur breyst eftir verkefnum. Starfshlutfall 100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Íslenska

















































