

Hjúkrunarfræðingur í krabbameinsþjónustu
Hjúkrunarfræðingur óskast til spennandi starfa í krabbameinsþjónustu Landspítala. Um er að ræða dagvinnu, með breytilegum vinnutíma í 80-100% starfshlutfalli, við hjúkrun sjúklinga í krabbameinsmeðferð/ þjónustu.
Við veitum fjölbreytta þjónustu við sjúklinga með krabbamein, bæði í lyfja- og geislameðferð og vinnum í virku teymi með öðrum fagstéttum. Margvísleg uppbygging og þróun hjúkrunar er fyrir þennan sístækkandi sjúklingahóp með gott flæði og samfellda þjónustu milli eininga með sjúklinginn í öndvegi. Við stundum einstaklingsmiðaða hjúkrun, með þátttöku fjölskyldunnar að leiðarljósi og styðjum vel við eflingu sérþekkingar í starfi.
Í boði er starf á:
-
Geislameðferðardeild 10K
-
Blandað starf á Dag- og göngudeild 11B, lyfjameðferðog geislameðferð 10K
Við bjóðum upp á einstaklingshæfða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Að auki er á krabbameinsþjónustunni reglulega boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk. Á deildinni eru góðir möguleikar á fjölbreyttri starfsþróun og þátttöku í þróunarverkefnum í hjúkrun sjúklinga með krabbamein.
Upphaf starfa er 1. mars 2026 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Þórunni, deildarstjóra.
Við búum yfir öflugum og skemmtilegum hóp starfsmanna. Öflugt félagslíf er innan krabbameinsþjónustunnar og leggjum mikla áherslu á samheldni og góðan starfsanda.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun sjúklinga í geislameðferð og krabbameinslyfjameðferð
- Mat á líðan og einkennum, einkennameðferð, eftirlit og eftirfylgd
- Greina hjúkrunarþarfir, veita hjúkrunarmeðferð og bera ábyrgð á meðferð skv. starfslýsingu
- Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur LSH
- Veita markvissa fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Stuðningur við sjúklinga og aðstandendur
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka og innleiðing nýjunga innan hjúkrunar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Íslensku- og enskukunnátta áskilin
Íslenska
Enska




























































