

Hjúkrunarnemar á 2.-4. ári í geðþjónustu - hlutastörf með námi og/ eða sumarstörf
Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við leitum eftir 2.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi geðþjónustunnar. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða sínum störfum.
Í boði eru störf á eftirfarandi starfseiningum geðþjónustu:
Í geðþjónustunni er unnið í þverfaglegum teymum við krefjandi störf sem fela í sér þjónustu við fólk með alvarlegar geðraskanir. Við vinnum samhent að því að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga, stundum til styttri tíma, oft til lengri tíma.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Störfin eru laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Vinsamlega skráið deildir sem þið helst viljið starfa á í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út og fylgigögn sem óskað er eftir séu hengd með. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst.
Íslenska




























































