

Hjúkrunardeildarstjóri í ferliþjónustu réttar- og öryggisgeðþjónustu
Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildarstjóra í ferliþjónustu réttar- og öryggisgeðþjónustu. Leitað er að kraftmiklum hjúkrunarfræðingi með reynslu af stjórnun og hæfni til að leiða árangursríka uppbyggingu þjónustu við sjúklinga og aðstandendur. Viðkomandi þarf að hafa hæfni til að byggja upp og leiða þverfaglega teymisvinnu og efla notendamiðaða nálgun, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur og starfsfólk.
Ferliþjónusta réttar- og öryggisgeðþjónustunnar er ný starfseining innar geðþjónustu. Undir eininguna munu heyra þrjú teymi:
-
Göngudeildarteymi/samfélagsgeðþjónusta fyrir réttar- og öryggisgeðþjónustu. Fyrirhuguð er mótun þeirrar þjónustu til framtíðar.
-
Samfélagsgeðþjónusta fyrir einstaklinga með alvarlega geð- og fíknisjúkdóma.
-
Teymi sem sinnir geðþjónustu fanga.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður ferliþjónustunnar ásamt yfirlækni réttar- og öryggisgeðþjónustu og stýrir daglegum rekstri. Hjúkrunardeildarstjóri starfar í nánu samstarfi við forstöðuhjúkrunarfræðing, framkvæmdastjóra, yfirlækni deildar og aðra stjórnendur þeirra fagstétta sem starfa á einingunni. Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur kjarna 1 í geðþjónustu.
-
Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfsemi, flæði og gæðum hjúkrunarþjónustu; setur markmið um umbætur og öryggi og tryggir eftirfylgni; stuðlar að þekkingarþróun og kennslu og hvetur til vísindastarfa
-
Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsfólks á deildinni
-
Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar
-
Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun deildarinnar í samráði við yfirlækni, forstöðuhjúkrunarfræðing og framkvæmdastjóra
-
Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt
-
Þátttaka í vísinda- og rannsóknarstarfi innan geðþjónustu
-
Starfar náið með deildarstjórum hjúkrunar innan geðþjónustu og er virkur þátttakandi í samstarfi þeirra á milli
-
Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala
-
Íslenskt hjúkrunarleyfi
-
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
-
Framhaldsmenntun í hjúkrun og/ eða önnur viðbótarmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
-
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
-
Farsæl reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
-
Reynsla af þjónustu við sjúklinga með alvarlegan geðvanda og fjölþættar þjónustuþarfir
-
Leiðtogahæfni, áhugi og vilji til að leiða breytingar og umbætur
-
Mjög góð hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og lausnamiðun
-
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
Enska
Íslenska




























































