

Starfsmannasjúkraþjálfari - vinnuvernd og heilsuefling
Mannauðsdeild Landspítala óskar eftir að ráða starfsmannasjúkraþjálfara í verkefni við heilsueflingu, fræðslu, ráðgjöf og forvarnir til starfsfólks.
Við leitum eftir öflugum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi og hefur brennandi áhuga á vinnuvernd og heilsueflingu og vill leggja sitt að mörkum við að byggja Landspítala upp sem eftirsóknarverðan og góðan vinnustað. Viðkomandi fær góða starfsaðlögun með reyndum starfsmannasjúkraþjálfurum og öðru starfsfólki deildarinnar.
Starfið tilheyrir heilsuteymi mannauðsdeildar en í deildinni starfa um 24 einstaklingar og heyrir deildin undir rekstrar- og mannauðssvið.
Á mannauðsdeild er unnið að mótun og innleiðingu mannauðsmála þvert á spítalann t.d. um verklag í öryggis- og vinnuverndarmálum ásamt fræðslu og ráðgjöf um heilsuvernd starfsfólks. Einnig ber deildin ábyrgð á leiðtogaþjálfun stjórnenda, verklagi við ráðningar og umsjón með starfsumhverfiskönnunum. Þá sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, ráðgjöf og ýmsum umbótaverkefnum á sviði heilsuverndar og mannauðsmála.Markmiðið er að Landspítali sé eftirsóttur og samkeppnishæfur vinnustaður sem er þekktur fyrir góð samskipti og gott starfsumhverfi.
Starfið er tímabundið í 12 mánuði, starfshlutfall er 80-100% og er upphaf starfa 1. apríl 2026 eða skv. nánara samkomulagi.
Í boði er góð vinnuaðstaða, verkefnamiðað vinnurými og fyrsta flokks mötuneyti.
Enska
Íslenska

















































