
Talmeinafræðingur - Betri borg fyrir börn
Skóla- og frístundasvið og velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsa laust til umsóknar starf talmeinafræðings. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf sem unnið verður þvert á miðstöðvar Reykjavíkurborgar í gegnum samræmt verklag Betri borgar fyrir börn og farsældar barna samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Starfið felst í því að taka þátt í innleiðingu á nýju verklagi og vinna með biðlista eftir þjónustu fyrir börn í Reykjavík.
Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstakling með einlægan áhuga á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Viðkomandi mun, ásamt öðrum talmeinafræðingum og sálfræðingum, aðallega sinna ráðgjöf og greiningum vegna barna og barnafjölskyldna, samstarfi við samstarfsaðila, s.s. leikskóla, grunnskóla og frístundastarfsemi, og taka þátt í sameiginlegu verkefni velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs, Betri borg fyrir börn og innleiðingu á farsæld barna.
Reykjavíkurborg er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu í hverfum borgarinnar og þverfaglegu samstarfi í hverfi og milli hverfa. Í boði er vinna með metnaðarfullum hópi annarra fagmanna, sálfræðinga, félagsráðgjafa, kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa, o.fl., að málefnum barna, skóla og fjölskyldna sem og þátttaka í Betri borg fyrir börn og innleiðingu á farsæld barna. Markmið Betri borgar fyrir börn er að efla þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í nærumhverfi barns, vinna niður biðlista og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.
Um tímabundna ráðningu til tveggja ára er að ræða og staðsetning starfsins verður frá velferðarsviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Unnið verður með þjónustu út í öllum hverfum Reykjavíkurborgar.
- Vinna niður biðlista sem hafa myndast þvert á hverfi borgarinnar.
- Athuganir og greiningar á börnum og unglingum.
- Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna barns.
- Taka þátt í breyttu verklagi í takt við BBB, farsæld barna og mennta-og velferðarstefnu Reykjavíkur.
- Þverfaglegt starf á miðstöðvum og við aðra þjónustuveitendur (s.s. heilsugæslu, barnavernd o.fl.).
- Löggilding til starfa sem talmeinafræðingur.
- Þekking á þroska og þroskafrávikum barna.
- Reynsla af mati, greiningu og ráðgjöf vegna barna.
- Áhugi á þróun þjónustu og þverfaglegs samstarfs þegar kemur að þjónustu við börn.
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvætt hugarfar og lausnamiðað viðhorf.
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- 36 stunda vinnuvika
- Heilsustyrkur
- Sundkort
- Menningarkort
- Samgöngustyrkur
Íslenska