

Iðjuþjálfi í spelkugerð og handarþjálfun
Iðjuþjálfun vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi. Við leitum sér í lagi eftir iðjuþjálfa sem hefur reynslu af og/ eða sérstakan áhuga á spelkugerð og handarþjálfun. Iðjuþjálfi yrði staðsettur á starfsstöðvum Fossvogi/ Hringbraut en mun fara á milli annarra starfsstöðva iðjuþjálfunar eftir þörfum.
Í boði er starf sem er í mótun þar sem hægt verður að sækja sér endurmenntunar og hafa áhrif á þróun spelkugerðar á vegum iðjuþjálfunar. Starfshlutfall er eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Íslenska




























































