

Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur óskast á rannsóknakjarna
Ertu vandvirkur, nákvæmur, með næmt auga fyrir smáatriðum og í leit að nýjum áskorunum?
Við auglýsum eftir öflugum liðsmanni í okkar frábæra teymi á rannsóknarkjarna Landspítala. Deildin sinnir verkefnum á sviði klínískrar lífefnafræði og blóðmeinafræði, þar sem við veitum sólarhringsþjónustu bæði í Fossvogi og við Hringbraut.
Á deildinni starfar um 150 manna fjölbreyttur hópur fagaðila; lífeindafræðingar, lífefnafræðingar, náttúrufræðingar, læknar, sjúkraliðar, rannsóknar- og skrifstofufólk.
Um er að ræða vaktavinnu en starfshlutfall getur verið 80-100%. Unnið er eftir óskavaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum og þriðju hverja helgi.
Hjá okkur er bæði rými fyrir einstakling sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýlega útskrifaðan. Starfið er laust frá 1. mars 2026.
Íslenska





















































