

Sjúkraþjálfari óskast til starfa
Sjúkraþjálfun Markar hjúkrunarheimilis leitar að jákvæðum, framsæknum og öflugum sjúkraþjálfara til starfa.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem áhersla er lögð á góða teymisvinnu. Helstu verkefni eru að viðhalda og auka hreyfifærni heimilisfólks hjúkrunarheimilisins auk þess að sjá um umsóknir hjálpartækja.
Um er að ræða 50% starfshlutfall
Menntun og hæfniskröfur
• Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
• Góð íslenskukunnátta
• Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
• Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
Fríðindi í starfi
• Öflugt starfsmannafélag
• Aðgangur að heilsustyrk
• Stytting vinnuvikunnar
Greitt er eftir kjarasamningi Sjúkraþjálfarafélag Íslands og SFV.
Á Grundarheimilunum vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð.
Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi
Grundarheimilin starfa eftir Eden hugmyndafræðinni
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
María Guðnadóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar
[email protected]
Íslenska










