
Hópstjóri þjónustuvers
Hópstjóri þjónustuvers ber ábyrgð á daglegri stjórnun og leiðsögn þjónustufulltrúa. Viðkomandi tryggir að þjónusta við viðskiptavini sé fagleg, skilvirk og í samræmi við gildi og markmið fyrirtækisins. Hópstjórinn gegnir lykilhlutverki í að skapa jákvætt starfsumhverfi og hvetja teymið til árangurs. Hjá Auðkenni eru nú starfandi fimm þjónustufulltrúar og myndi hópstjóri þjónustuvers stýra þeim í daglegu starfi.
Um er að ræða spennandi starf þar sem hópstjóri þjónustuvers fær tækifæri til þess að hafa áhrif á þjónustustefnu og umbætur í fjölbreyttu og lifandi umhverfi.
• Dagleg stjórnun og verkstýring þjónustufulltrúa
• Skipulagning verkaskiptingar og mönnunar
• Þjálfun, fræðsla og stuðningur við teymið
• Eftirlit með gæðum þjónustu og eftirfylgni við þjónustustaðla
• Lausn á flóknari þjónustumálum
• Virk þátttaka í umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra ferla
• Stuðla að jákvæðri menningu, samvinnu og starfsánægju
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af þjónustustörfum og/eða stjórnun í þjónustuverum
• Leiðtogahæfni og góð samskiptatækni
• Skipulagshæfni og færni í að forgangsraða verkefnum
• Hæfni í lausn vandamála og ákvarðanatöku
• Góð tölvukunnátta og færni í CRM/þjónustukerfum
• Jákvæðni, frumkvæði og hæfni til að efla aðra
• Niðurgreiddur hádegsimatur í mötuneyti
• Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
• Frábær starfsandi, reglulegir viðburðir og virkt starfsmannafélag
• Heilsustyrkur og símastyrkur og önnur fríðindi í gegnum stéttarfélag
Íslenska
Enska










