Auðkenni ehf.
Auðkenni ehf.

Hópstjóri þjónustuvers

Hópstjóri þjónustuvers ber ábyrgð á daglegri stjórnun og leiðsögn þjónustufulltrúa. Viðkomandi tryggir að þjónusta við viðskiptavini sé fagleg, skilvirk og í samræmi við gildi og markmið fyrirtækisins. Hópstjórinn gegnir lykilhlutverki í að skapa jákvætt starfsumhverfi og hvetja teymið til árangurs. Hjá Auðkenni eru nú starfandi fimm þjónustufulltrúar og myndi hópstjóri þjónustuvers stýra þeim í daglegu starfi.
Um er að ræða spennandi starf þar sem hópstjóri þjónustuvers fær tækifæri til þess að hafa áhrif á þjónustustefnu og umbætur í fjölbreyttu og lifandi umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Dagleg stjórnun og verkstýring þjónustufulltrúa
• Skipulagning verkaskiptingar og mönnunar
• Þjálfun, fræðsla og stuðningur við teymið
• Eftirlit með gæðum þjónustu og eftirfylgni við þjónustustaðla
• Lausn á flóknari þjónustumálum
• Virk þátttaka í umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra ferla
• Stuðla að jákvæðri menningu, samvinnu og starfsánægju

Menntunar- og hæfniskröfur

• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af þjónustustörfum og/eða stjórnun í þjónustuverum
• Leiðtogahæfni og góð samskiptatækni
• Skipulagshæfni og færni í að forgangsraða verkefnum
• Hæfni í lausn vandamála og ákvarðanatöku
• Góð tölvukunnátta og færni í CRM/þjónustukerfum
• Jákvæðni, frumkvæði og hæfni til að efla aðra

Fríðindi í starfi


• Niðurgreiddur hádegsimatur í mötuneyti
• Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma 
• Frábær starfsandi, reglulegir viðburðir og virkt starfsmannafélag
• Heilsustyrkur og símastyrkur og önnur fríðindi í gegnum stéttarfélag

Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁkveðniPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar