Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi

Verkefnastjóri rafbúnaðar

Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi í starf verkefnastjóra rafbúnaðar. Viðkomandi ber ábyrgð á gerð og stýringu verksamninga varðandi rafbúnað. Verkefnastjóri tryggir að samningar séu gerðir í samræmi við lagalegar kröfur, aðferðarfræði og stefnu fyrirtækisins.

Verkefnastjóri rafbúnaðarfylgir því eftir að samningar uppfylli öryggis- og gæðakröfur, kostnaðar- og tímaáætlanir. Þetta felur í sér að vinna nána samvinnu með verkefnastjóra, hönnunarstjóra, verkfræðingum og öðrum lykilstjórnendum.

Verkefnastjóri rafbúnaðar heyrir undir staðarverkfræðing.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með hönnun, innleiðingu og yfirferð rafmagnskerfa og -búnaðar.
  • Samstarf við rafmagnshönnuði og verkfræðinga til að tryggja að búnaður uppfylli staðla og öryggiskröfur.
  • Skipulagning verkáætlana og samskipti við verktaka, birgja og önnur fagsvið.
  • Eftirlit með uppsetningu, prófunum og samþykki rafbúnaðar.
  • Framkvæmd áhættumats og þróun öryggisáætlana.
  • Lausn tæknilegra vandamála sem koma upp í framkvæmdarferlinu.
  • Greining á orkunotkun og hámarksnýtingu rafkerfa innan mannvirkja.
  • Umsjón með skráningu og eftirliti með stöðu og ástandi rafbúnaðar.
  • Samskipti við eftirlitsaðila og skýrslugjöf til stjórnenda um framvindu og ástand kerfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða tengdum greinum.
  • Haldbær reynsla af stjórnun rafmagnstengdra framkvæmda.
  • Fagþekking á rafkerfum, stjórnbúnaði og aðferðum við rafmagnshönnun.
  • Mjög góð þekking á viðeigandi regluverki.
  • Sterk greiningarhæfni og geta til að leysa flókin tæknileg úrlausnarefni.
  • Skipulagshæfni og geta til að stýra mörgum verkþáttum samtímis.
  • Framúrskarandi leiðtogafærni, samskiptahæfni og færni í að leysa ágreiningsmál.
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Staðsetning
Auðlindagarðurinn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar