Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð auglýsir starf forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar laust til umsóknar
Menningarstofa hefur það hlutverk að efla menningu, listir og skapandi starf í Fjarðabyggð. Hún þjónar sem tengiliður milli stjórnkerfis, fagumhverfis og grasrótarstarfsemi í listum og menningu þvert á svið og stofnanir. Menningarstofa starfar einnig að framgangi menningarmála á Austurlandi og annast tónlistarstarf með samningi fyrir Tónlistarmiðstöð.
Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir menningarmálum sem á að hafa yfirsýn og drifkraft til að tengja saman allt það ólíka sem fer fram í fjölkjarna sveitarfélagi.
Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi Menningarstofu Fjarðabyggðar, verkefnastjórn og fjármögnun verkefna stofunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á framgangi menningarstefnu.
- Ábyrgð og umsjón með verkefnastjórnun í menningarmálum.
- Ábyrgð og umsjón með minjasöfnum.
- Þróunarstarf, samstarf og fagleg ráðgjöf á sviði menningarmála.
- Ábyrgð og umsjón með viðburðum.
- Efling samstarfs í menningarstarfsemi.
- Ráðgjöf við innleiðingu menningar og lista í frístundastarfi og skólastofnunum.
- Ábyrgð og umsjón með öflun styrkja og styrktaraðila.
- Ber ábyrgð á upplýsingamiðlun um menningarstarfsemi.
- Samstarf við menningarstofnanir á landsvísu og er tengiliður sveitarfélagsins á sviði menningarmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviðum tónlistar, menningar eða lista er áskilin.
- Þekking og reynsla af menningarstarfi og listum er áskilinn.
- Reynsla af verkefnastjórnun er áskilin.
- Reynsla af markaðs- og kynningarmálum æskileg.
- Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska, færni og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
- Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum
Fríðindi í starfi
- Vinnutímastytting
- Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur25. október 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)
Product Manager for flight systems and services
PLAY
Þróunar- og fræðslustjóri
Þjóðminjasafn Íslands
Starfsmaður Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri í fjárfestingadeild Vatnsmiðla
Veitur
Sérfræðingur á fjölskyldusviði Árborgar
Sveitarfélagið Árborg
Digital Product Manager
CCP Games
Verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga
UNICEF á Íslandi
Verkefnastjóri gæðamála
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Verkefnastjóri í sálfræðideild, tímabundin staða
Háskólinn í Reykjavík
Málstjóri farsældar hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær