Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi

Verkefnastjóri vélbúnaðar

Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi í starf verkefnastjóra vélbúnaðar á sviði vélbúnaðar. Viðkomandi ber ábyrgð á gerð og stýringu verksamninga varðandi vélbúnað. Verkefnastjóri tryggir að samningar séu gerðir í samræmi við lagalegar kröfur, aðferðarfræði og stefnu fyrirtækisins.

Verkefnastjóri vélbúnaðar fylgir því eftir að samningar uppfylli öryggis- og gæðakröfur, kostnaðar- og tímaáætlanir. Þetta felur í sér að vinna nána samvinnu með verkefnastjóra, hönnunarstjóra, verkfræðingum og öðrum lykilstjórnendum.

Verkefnastjóri vélbúnaðar heyrir undir staðarverkfræðing.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með þróun og hönnun vélbúnaðarlausna.
  • Samstarf við hönnuði, framleiðendur og verktaka til að tryggja samræmi við hönnunarforsendur.
  • Eftirlit með uppsetningu, prófunum og gangsetningu vélbúnaðar.
  • Greining á orkunýtingu og tækniþáttum vélbúnaðar til að hámarka afköst.
  • Þróun viðhaldsáætlana og eftirlit með vélbúnaði til að tryggja stöðuga virkni.
  • Skipulagning og framkvæmd áhættugreininga fyrir vélbúnaðaruppsetningar.
  • Lausn tæknilegra vandamála og viðbrögð við óvæntum uppákomum.
  • Samskipti við eftirlitsaðila og skýrslugjöf til stjórnenda um framvindu og ástand kerfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í vélaverkfræði eða tengdum greinum.
  • Haldbær ára reynsla af stjórnun vélbúnaðarverkefna og véltækni í umfangsmiklum verkefnum.
  • Þekking og reynsla af hönnun og uppsetningu vélbúnaðarlausna í stærri manvirkjum.
  • Fagleg þekking á viðhaldsstjórnun og rekstri vélbúnaðar.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni til að leiða þverfagleg teymi.
  • Góð greiningar- og skipulagshæfni ásamt lausnamiðuðu hugarfari.
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Auðlindagarðurinn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar