Menntasvið leitar að leiðtoga frístundadeildar
Menntasvið Kópavogsbæjar leitar að öflugum leiðtoga í starf deildarstjóra frístundadeildar. Menntasvið annast rekstur grunnskóla, leikskóla, starfsemi dagforeldra, skólahljómsveitar, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og íþróttamála og þjónustar um sjö þúsund börn og fjölskyldur þeirra.
Frístundadeild ber ábyrgð á starfsemi 9 félagsmiðstöðva, frístundaklúbbs fyrir börn með stuðningsþarfir í 5.-10. bekk og Molans, miðstöðvar unga fólksins.
Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir framsækinn einstakling sem hefur áhuga á að taka þátt í áframhaldandi sókn í málefnum frístunda hjá Kópavogsbæ og brennur fyrir farsæld barna og framsæknu frístundastarfi.
Deildarstjóri frístundadeildar er næsti yfirmaður verkefnastjóra á frístundadeild, forstöðumanna félagsmiðstöðva, frístundaklúbbs og starfsfólks Molans.
Deildarstjóri er faglegur leiðtogi í frístundamálum og ber ábyrgð á gæðum, þróun og nýbreytni í félagsmiðstöðvum og öðru frístundastarfi Kópavogsbæjar. Hann vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur frístunda í grunnskólunum og veitir þeim faglega ráðgjöf. Kópavogsbær er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem nýtur viðurkenningar Unicef sem barnvænt sveitarfélag og vinnur markvisst eftir greinum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og menntastefnu Kópavogsbæjar.
- Fagleg forysta og frumkvæði að stefnumarkandi tillögum um nýbreytni og þróun í frístundastarfi
- Ábyrgð á daglegu starfi, stjórnun og rekstri frístundadeildar
- Ábyrgð á ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur varðandi stjórnun, rekstur, mannauðsmál og fagleg málefni
- Þátttaka í gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar frístundadeildar
- Ábyrgð á mati og eftirliti með frístundastarfi í samræmi við lög og reglugerðir og menntastefnu sveitarfélagsins
- Umsjón með framkvæmd, eftirfylgni og stuðningi við forvarnir og verkefni tengd aðgerðaráætlun menntastefnu og barnvæns sveitarfélags
- Ábyrgð á undirbúningi funda ungmennaráðs og úrvinnslu funda
- Vinnur að samþættingu og samstarfi frístunda- og skólastarfs með það að markmiði að efla heildstæðan stuðning við nemendur í grunnskólum Kópavogsbæjar
- Mótun og eftirfylgni árangursríks samstarfs við samtök foreldra
- Stuðlar að árangursríku samstarfi við aðrar deildir og svið innan sem utan sveitarfélagsins
- Ábyrgð á skipulagi endurmenntunar og þjálfunar sem stuðlar að þróun í frístundastarfi fyrir stjórnendur og starfsfólk frístundadeildar og grunnskóladeildar
- Háskólamenntun á sviði stjórnunar, menntavísinda, félagsvísinda eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi (MA/MS)
- Góð þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
- Góð þekking og reynsla af starfsumhverfi frístunda og grunnskóla
- Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð
- Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu æskileg
- Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun æskileg
- Sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í frístundamálum
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Leiðtogahæfni, jákvætt viðhorf og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagsfærni
- Færni og reynsla til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku æskileg
- Góð tölvukunnátta
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins