Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi

Verkefnastjóri hönnunar

Verkefnastjóri hönnunar ber ábyrgð á því að leiða og samræma hönnunarferlið mannvirki og framkvæmdir. Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðum einstakling í starfið. Verkefnastjóri hönnunar vinnur með hönnunarteymi, verkfræðingum og verktökum til að tryggja að hönnunin uppfylli allar gæðakröfur og sé í samræmi við heildarverkáætlun og stefnu fyrirtækisins.

Verkefnastjóri hönnunar tryggir að verkefni gangi vel í gegn á öllum stigum hönnunar og tekur þátt í að samþætta verkefnið við aðrar deildir.

Verkefnastjóri hönnunar heyrir undir staðarverkfræðing.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samræma og stýra hönnunarvinnu með áherslu á gæði, hagkvæmni og öryggi.
  • Umsjón með hönnunaráætlunum, kostnaðareftirlit og eftirfylgni.
  • Yfirmsjón með hönnunarfundum, rýnifundum og ábyrgð á viðeigandi skjölun.
  • Samstarf við ráðgjafa, verkfræðinga, verktaka og sérfræðinga í fiskeldi.
  • Eftirlit með gæðum og nákvæmni hönnunar.
  • Lausn tæknilegra vandamála og breytingastjórnun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
  • Reynsla af hönnunarstjórnun og verkefnastjórnun. Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
  • Þekking á hönnunarkerfum og stöðlum.
  • Greiningarhæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Færni í samskiptum og samvinnu.
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Auðlindagarðurinn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar