Míla hf
Míla hf
Míla hf

Hönnuður fjarskiptakerfa

Hefur þú áhuga á því að tengja íslensk heimili, stofnanir og fyrirtæki við umheiminn? Við hjá Mílu erum að leita að hönnuði í teymið okkar sem byggir upp og viðheldur grunnkerfum Mílu. Míla er heildsöluaðili sem selur fjarskiptaþjónustu til fjarskiptafélaga á Íslandi – við veitum aðgang að Alnetinu og hver elskar ekki Alnetið? Við viljum skara framúr og leggjum mikið upp úr gæðum og góðri upplifun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þú ert að fara teikna upp ljósleiðarakerfi fyrir ný þjónustusvæði ásamt því að lagfæra eða bæta við núverandi þjónustusvæði.  

Þetta verða þín helstu verkefni: 

  • Plana og hanna ljósleiðarakerfi sem uppfylla þarfir viðskiptavina 

  • Verkblöð, skráningar og eftirfylgni verkefna  

  • Áætla kostnað vegna framkvæmda og viðhalds 

  • Samskipti við verktaka  

  • Velja efni með teyminu 

Menntunar- og hæfniskröfur

Fyrir þetta starf þarf einhvers konar háskólapróf þá í verkfræði, tæknifræði eða rafiðnfræði. Ef þú hefur teiknað í AutoCAD þá smellpassar þú við okkur.  

Þetta er okkar helstu kröfur: 

  • Nám í rafiðnfræði
  • Háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði kostur

  • Starfsreynslu af hönnun er kostur 

  • Þekking á forritinu AutoCad er kostur 

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku 

  • Frumkvæði, skipulögð og öguð vinnubrögð 

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót 

Fríðindi í starfi

🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði  

🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta  

🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum 

🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum 

💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun  

🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og leikherbergi með billiard-borði 

Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Stórhöfði 22-30, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar