Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi

Innkaupa- og samningastjóri

Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi til að gegna starfi innkaupa- og samningastjóra. Innkaupa- og samningastjóri ber ábyrgð á því að þróa, innleiða og stýra innkaupastefnu verkefnisins. Hann tryggir að innkaup séu hagkvæm, markviss og samræmist stefnu fyrirtækisins um gæði. Starfið krefst aðkomu að samningagerð við birgja, aðfangastýring og framkvæmd áhættumats á innkaupum.

Innkaupa- og samningastjóri vinnur náið með öðrum deildum til að tryggja samræmi og aðlögun innkaupa við aðrar stefnumótandi ákvarðanir verkefnisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og innleiða heildstæða innkaupastefnu.
  • Skipuleggja og framkvæma innkaupaferli og -áætlanir.
  • Mat á byrgjum og samnningagerð.
  • Aðfangastýring,  eftirlit með kostnaði og framkvæmd kostnaðargreininga.
  • Eftirlit með framkvæmd innkaupa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Haldbær reynsla af innkaupastjórnun og samningagerð, helst innan sjávarútvegs eða framleiðslugeira.
  • Reynsla af FIDIC samningum er kostur.
  • Færni í að leiða samningaviðræður.
  • Þekking á aðferðum í kostnaðareftirliti og áhættugreiningu.
  • Mjög góð skipulagshæfni og hæfni til að vinna undir tímapressu.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku; önnur tungumálakunnátta kostur.
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Auðlindagarðurinn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar