Verkefnastjóri á Verkefnastofu ON
Orka náttúrunnar leitar að öflugum liðsauka á Verkefnastofu fyrirtækisins.
Í hlutverkinu felast krefjandi áskoranir og leiðtogahlutverk í umfangsmiklum framkvæmdaverkefnum.
Orka náttúrunnar er aflvaki sjálfbærrar framtíðar með grænni orku frá náttúru til viðskiptavina. Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna auk þess að framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.
Við erum leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku og leitum að framsæknum verkefnastjóra til þess að ganga til liðs við Verkefnastofu fyrirtækisins sem heyrir undir svið Tækni og framkvæmda.
Hjá Orku náttúrunnar er lögð áhersla á faglega verkefnastjórnun og markvissa umbótavinnu.
Hér er um spennandi starf að ræða í einstöku fyrirtæki sem hefur þann tilgang að auka lífsgæði og skapa verðmæti með sjálfbærni að leiðarljósi.
Á komandi árum munum við ráðast í spennandi og mikilvæg verkefni sem m.a. tengjast aukinni framleiðslugetu, endurbótum, sporléttari vinnslu virkjana, jarðhitagarði o.fl.
Verkefnastjóri gegnir mikilvægu leiðtogahlutverki á öllum stigum, allt frá undirbúningi, framkvæmd, afhendingu afurða og eftirfylgni verkefna. Í því felst m.a. gerð kostnaðaráætlana, tímaáætlana, verksamninga, samskipti við hagsmunaaðila og umsjá leyfismála, ásamt því að tryggja aðföng.
Í starfinu felast spennandi tækifæri fyrir þau sem hafa ástríðu fyrir faglegri verkefnastjórnun og njóta þess að starfa með metnaðarfullum og fjölbreyttum teymum.
- Reynsla á sviði verkefnastjórnunar
- Greiningafærni ásamt hæfni til úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
- Rík samskiptafærni og teymishugsun
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Skipulagsfærni og nákvæmni
- Hugmyndaauðgi og umbótahugsun
- Tækniþekking er kostur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkefnastjórnun, verk-, tækni- eða iðnfræði
- Vottun í verkefnastjórnun kostur
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.