Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi

Verkefnastjóri BIM

Við leitum að öflugum og framsýnum aðila í starf verkefnastjóra BIM. Viðkomandi mun bera ábyrgð á að stýra þróun og innleiðingu upplýsingalíkana mannvirkja (BIM) fyrir mannvirkjagerð og framkvæmdaverkefni. Verkefnastjóri tryggir að BIM sé notað á árangursríkan hátt og að upplýsingaflæði sé rétt og skilvirkt innan teymisins.


Starfið krefst góðrar þekkingar og reynslu á BIM-ferlum, auk hæfni til að tryggja árangursríka notkun upplýsingalíkana og vel skilgreint upplýsingaflæði. Verkefnastjórinn vinnur náið með öðrum sérfræðingum, hönnuðum og verktökum til að tryggja gæði og samræmi í allri BIM-vinnu.
​​​​​​​
Verkefnastjóri BIM heyrir undir verkefnastjóra hönnunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og halda utan um BIM-stefnu.
  • Ábyrgð á gæðastjórnun og samræmingu allra BIM-verkefna.
  • Stýra BIM-teymi og þjálfa starfsfólk í BIM-ferlum og verkfærum.
  • Innleiða og samræma BIM-staðla innan teymisins og við samstarfsaðila.
  • Eftirlit með gæðum, framkvæmd og nákvæmni BIM-líkana.
  • Þróa verkferla og leiðbeiningar fyrir notkun BIM.
  • Samhæfa BIM-vinnu við önnur hönnunar- og framkvæmdarkerfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í byggingarverkfræði, arkitektúr eða skyldum greinum.
  • Reynsla af BIM-stjórnun og BIM-hönnun.
  • Framúrskarandi þekking á BIM-kerfum (t.d. Revit, Navisworks).
  • Greiningarhæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Færni í samskiptum og samvinnu auk skipulagshæfni.
  • Geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum og vinna undir álagi.
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Auðlindagarðurinn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar