Húnaþing vestra
Húnaþing vestra

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins.

Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í ráðhúsi Húnaþings vestra á Hvammstanga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Yfirumsjón og ábyrgð á fjármálum og rekstri sviðsins, þ.m.t. gerð fjárhagsáætlunar og starfsmannahald.

· Stefnumótun og áætlanagerð fyrir málaflokka sviðsins í samstarfi við yfirstjórn.

· Ábyrgð á rekstri veitukerfa sveitarfélagsins, s.s. vatns-, frá-, og hitaveitu.

· Ábyrgð á umhverfis-, hreinlætis- og úrgangsmálum sveitarfélagsins.

· Ábyrgð á rekstri hafnar og þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins.

· Umsjón með undirbúningi útboða og verðfyrirspurna í tengslum við verklegar framkvæmdir.

· Ábyrgð á verkefnastjórnun ný- og viðhaldsframkvæmda sveitarfélagsins ásamt kostnaðareftirliti.

· Seta í framkvæmdaráði Húnaþings vestra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í verk-, bygginga- eða tæknifræði eða meistararéttindi í iðngrein sem tengist störfum sviðsins. Framhaldsmenntun er kostur.

· Víðtæk og farsæl reynsla af rekstri, stjórnun, verkefnastjórnun og verkstjórn.

· Reynsla af áætlanagerð, samningagerð og kostnaðareftirliti.

· Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.

· Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga og lögum og reglugerðum sem varða starfsemi sviðsins er æskileg.

· Reynsla af rekstri dreifikerfa veitna og verklegra framkvæmda er æskileg.

· Leiðtogahæfni og reynsla af breytingastjórnun.

· Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

· Sjálfstæði, skipulagshæfni, árvekni og nákvæmni í störfum.

· Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

· Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar.

Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Staðsetning
Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar