Verkgarðar
Verkgarðar

Verkefnastjóri byggingarframkvæmda

Verkgarðar leita að reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra til að stýra fjölbreyttum byggingarverkefnum.

Verkgarðar er eitt dótturfélaga Langasjávar sem sér um viðhald og byggingu húsnæða. Megináhersla þeirra er á fasteignaverkefni innan samstæðu Langasjávar ásamt byggingu nýrra íbúða og atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis fyrir fólk búsett á Íslandi til að leigja eða kaupa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og ábyrgð á framkvæmd byggingarverkefna frá upphafi til verkloka
  • Gerð og eftirfylgni verkáætlana og vörustjórnun
  • Samskipti við verktaka, birgja og viðskiptavini
  • Kostnaðareftirlit og gæðastjórnun
  • Öryggismál á vinnusvæðum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í byggingaverkfræði, byggingatæknifræði eða sambærileg menntun
  • Að lágmarki 5 ára reynsla af verkefnastjórnun í byggingariðnaði
  • Góð þekking á íslenskum byggingarreglugerðum og stöðlum
  • Framúrskarandi skipulagshæfileikar
  • Mjög góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Góð reynsla á helstu forrit AutoCAD, Blue Beam, Excel, Word
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar